Fréttir & viðburðir

08.11.2017Beaujolais Nouveau

Nýja vínið Beaujolais Nouveau er væntanlegt til landsins og við viljum njóta uppskerunnar með félagsmönnum FRIS og velunnurum ráðsins.

14.10.2017Aðalfundur Fransk-íslenska viðskiptaráðsins  19.10.2017  

Stjórn Fransk-íslenska viðskiptaráðsins boðar til aðalfundar fimmtudaginn 19. október 2017 kl. 16:00 á Kex hostel, Skúlagötu 28. Skráning á aðalfund fer fram hér.

08.06.2017Food & Fun - 16. júní

Eins og undanfarin ár halda stjörnukokkarnir Siggi Hall og Flora Mikula uppá þjóðhátíðardag Íslendinga með íslensk-franskri matarveislu á veitingastað Floru Mikula í París (Auberge Flora, 44 blvd Richard Lenoir).

13.03.2017Fjármagnshöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði afnumin

Fransk-íslenska viðskiptaráðið vekur athygli á tilkynningu fjármálaráðuneytisins um afléttingu hafta. Öll fjármagnshöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin með nýjum reglum Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál. Þótt höftin hafi verið nauðsynleg hefur hlotist talsverður kostnaður af þeim, sérstaklega til lengri tíma litið. Fyrst um sinn höfðu þau töluverð áhrif á daglegt líf fólks. Atvinnulífið hefur einnig þurft að glíma við takmarkanir á fjárfestingu í erlendri mynt og skilaskyldu gjaldeyris. Einkum hefur það komið sér illa fyrir fyrirtæki í alþjóðlegum viðskiptum og sprotafyrirtæki. Þá hefur höftunum fylgt umsýslukostnaður og ýmis óbeinn kostnaður.

27.02.2017Málstofa um ferðaþjónustu í Frakklandi og á Íslandi 17. mars

Fransk-íslenska viðskiptaráðið stendur fyrir málstofu um ferðaþjónustu í Frakklandi og á Íslandi föstudaginn 17. mars kl. 9.00-16.00. Á málstofunni er lögð áhersla á viðbrögð ferðaþjónustunnar sjálfrar og stefnumótandi aðila á áhættuþætti tengda ferðaþjónustu, svo og hvernig tækla megi óvissu og skyndilegar breytingar í rekstrarumhverfi ferðaþjónustu.