„Fari Grikkland úr evrusamstarfinu mun það marka endalok hugmyndarinnar um hinn sameiginlega markað“

Evran

 

 

 

 

 

 


Inngangur

Forseti,

dömur mínar og herrar,

 

 • Það er mér sönn ánægja að vera með ykkur hér í dag í Reykjavík. Ég þakka ykkur fyrir að bjóða mér að taka þátt í þessum morgunfundi, sem er tileinkaður málefni sem tengist mér af sagnfræðilegum ástæðum, það er að segja evrunni, en ég var framkvæmdastjóri ESB sem sá um að hleypa hinni sameiginlegu mynt af stokkunum, milli 1995 og 2000. Evran leit dagsins ljós 1. janúar, 1999, og seðlar hennar og mynt voru tekin í notkun þann 1. janúar, 2002.
 • Hún hefur því verið í notkun í yfir tíu ár! Í upphafi gekk allt ljómandi vel, en hlutirnir eru nú flóknari og bera merki um ringlureið. Frá árinu 2011 höfum við tekist á við aðra efnahagskrísu, þar sem lánshæfismat nokkurra ríkja hefur færst niður um flokka; fjárlagahalli hefur stóraukist; ráðist hefur verið í skipulagðar sparnaðaraðgerðir; atvinnuleysi hefur aukist; áhyggjur af Grikklandi, Ítalíu og Spáni  þar sem smitáhrif eru einnig áhættuatriði; og efasemdir eru uppi um evruna sjálfa...
 • Þannig að ,,er evran lausnin fyrir Ísland eða ekki?” Það er sannarlega ekki fyrir mig að dæma um slíkt. Ég vil á hinn bóginn minna ykkur á það að til þess að taka þátt í evrusamstarfinu, þá þurfið þið að gerast aðilar að Evrópusambandinu og þar að auki að uppfylla hin ströngu Maastricht skilyrði.
 • Ég mun þess í stað takmarka mig við að bjóða ykkur umhugsunarefni, og reyna að svara þremur lykilspurningum sem varpað geta ljósi á hlutverk evrunnar í núverandi kreppu:

  I. Hvaða hlutverki hefur evran gegnt frá því henni var komið á fót?
  II. Hvaða skilning má leggja í núverandi kreppuástandið?
  III. Hverjar eru horfurnar fyrir Evrópu og evruna?

 

I. Fyrsta spurningin: Hvert er hlutverk evrunnar?


A – Hvers vegna kom Evrópa sér upp einum gjaldmiðli til að byrja með?

 

 • Það var aldrei höfuðmarkmið evrunnar einnar og sér að skapa sterkan og sjálfbæran vöxt í Evrópu, slíkt veltur aðallega á uppbyggingar- og fjármálastefnu og er á ábyrgð aðildarríkjanna.
 • En hvers vegna þá að koma evrunni á fót?
             Ástæða nr. 1: Til að fullklára innri markað Evrópu. Rómarsáttmálinn frá 1960 afnam tollahindranir; Einingarlögin frá 1985 brutu niður stjórnsýslumúra; Maastricht sáttmálinn frá 1992 undirbjó jarðveginn fyrir upptöku evrunnar þann 1. Janúar 1999, sem afnam gjaldeyrishindranir.
             Ástæða nr. 2: Að vernda markaði Evrópu frá áhrifum hinnar alþjóðlegu gjaldmiðla- og fjármálakrísu. Líran féll um 40% gagnvart þýska markinu og franska frankanum milli 1992 og 1995. Það var erfitt að flytja þýska bíla og franskan búfénað til Ítalíu. En ítalskar vefnaðarvölur flæddu yfir Frakkland og Þýskaland. Vorið 1995 höfðu erfiðleikar mexíkóska pesóans, sem urðu til vegna áhrifa frá dollarnum, áhrif á veikustu gjaldmiðla Evrópu, þ.e. ítölsku líruna og spænska pesetan. Leiðandi stjórnmálamenn fóru að kalla á skatta á viðskipti til að bregðast við afleiðingum af því sem þeir fordæmdu sem ,,gengisfellingar á samkeppnisforsendum”. Slíkt hefði táknað dauða innri markaðarins og bundið enda á alla uppbyggingu í Evrópu!

B – Hvernig hefur evrunni vegnað, þrettán árum eftir fæðingu hennar?

 

Ein tala ber vott um hylli evrunnar, og það er stækkun evru svæðisins frá ellefu aðildarríkjum upp í sautján frá upphafi samstarfsins.

 

Evran hefur fimm eiginleika sem gagnast Evrópu:

 

 • Hagsbót nr. 1: Og hún er mikil: evran virkar sem verndarskjöldur.
  Hún verndar 2/3 hluta viðskipta evruríkjanna frá sveiflum dollarans, þar sem 2/3 af viðskiptunum eru við önnur evruríki, kaup og sala fara fram í evrum. Gengisfellingar á samkeppnisforsendum eru úr sögunni. Alþjóðlegar fjármála- og gjaldmiðlakrísur hafa ekki lengur áhrif á evrópskan gjaldmiðil.

  Þar af leiðir að viðskipti innan Evrópu hafa aukist hraðar en fyrir tíma evrunnar.

  Enn fremur hefur evran aukið aðdráttarafl evrópska efnahagskerfisins á alþjóðavettvangi, og beinar erlendar fjárfestingar hafa aukist skarplega.

  Evran er nú vara-gjaldeyrir og er 27% af varaforða seðlabanka.

 

 • Hagsbót nr. 2: Evran hefur aukið efnahagslegan stöðugleika í Evrópu.
  Þökk sé evrunni hefur verðbólga haldist á milli 2.1% og 2.3% frá 2000-2008, og innan evrusvæðisins hefur verðbólgan verið undir meðaltali í Evrópu.

  Evran hefur skilað lágum og stöðugum verðbólguvæntingum sem hafa valdið sögulegu lágmarki á langtíma vöxtum. Hinir lágu vextir hlúðu að árlegum vexti upp á 2% á því tíu ára tímabili sem leið frá fæðingu evrunnar fram til fjármálakreppunnar árið 2008. 

 

 • Hagsbót nr. 3: Evran eykur samkeppnishæfni fyrirtækja.
  Fyrirtæki græða mikið á því að þurfa hvorki að bera kostnað af gjaldmiðlaskiptum né heldur að verja sig gegn sveiflum í mismunandi evrópskum gjaldmiðlum.

  Á sama tíma hefur evrusvæðið skapað 15 milljón störf (voru 5 milljón á áratugnum fyrir stofnun evrunnar) og lækkað atvinnuleysi frá 9% í 7%.

  Að endingu, á meðan sum lönd eru rekin með fjárlagahalla, er viðskiptajöfnuður í Evrópusambandinu, en það er eitthvað sem Ameríka öfundar. 

 

 • Hagsbót nr. 4: Fjármálakreppan hefur varpað ljósi á getu evrunnar til að bjarga bankakerfinu.
  Þökk sé Seðlabanka Evrópu, var hægt að auka greiðslugetu til muna, sem kom í veg fyrir hrun bankakerfisins árið 2009. Seðlabankar aðildarríkjanna hefðu aldrei getað brugðist við með svo umfangsmiklum aðgerðum á eins skömmum tíma.
  Og það er engin tilviljun að þau Evrópulönd (Ungverjaland, Tékkland, Pólland, Norrænu löndin og Ísland) sem hafa farið verr úr kreppunni en evru ríkin, hafa lýst yfir þeirri ósk sinni að taka upp sameiginlega gjaldmiðilinn.

 

 • Loka hagsbótin: Evran hefur náð að draga úr áhrifum 2008 kreppunnar.
  Án evru hefði Evrópa upplifað gjaldmiðlakreppu, með stórauknum vöxtum, bankakrísu vegna fjármagnsflótta frá sumum löndum, vegna frjáls flæðis fjármagns, og að lokum, stórfelldri efnahagskrísu með samdrætti og miklu atvinnuleysi.

 

Þetta er því niðurstaðan. Hvernig eigum síðan við að túlka yfirstandandi kreppu?

 

II Hvernig eigum við að túlka yfirstandandi kreppu?

 

,,Munu Grikkirnir drepa evruna?” hefur verið spurt í fyrirsögnum undanfarin tvö ár. Skuldinni er í sífellu skellt á evruna.

 

En endalok evrunnar myndu samt sem áður hafa stórbrotin áhrif á Evrópu, jafnvel þótt að ekki sé hægt að kenna evrunni um núverandi vandamál.

 

Með öðrum orðum þá erum við ekki að upplifa evrukreppu, heldur í sanni sagt evrópska efnahagskreppu!

 

A. Fráfall evrunar hefði stórbrotnar afleiðingar fyrir Evrópu.

 • Frá sjónarhóli stjórnmálanna, myndi það að ýta Grikklandi út úr evrusamstarfinu tákna endalok 60 ára friðar- og hagsældar ferli. Evrópa hefur þróast í þrepum. Hún hefur aldrei tekið skref til baka. Útganga Grikklands úr evrusamstarfinu væri fyrsta skrefið afturábak. Sáttmálar væru rofnir í fyrsta sinn frá síðari heimsstyrjöld.

 

 • Efnahagslega séð myndi fráfall evrunnar tákna endalok innri markaðarins, og viðskiptahindranir myndu spretta upp á nýjan leik milli landa Evrópu.

 • Það hagnast enginn á efnahagslegu hruni Grikklands, né heldur ef Ítalía eða Spánn lenda í vanskilum: Viðskiptalíf Evrópu, allt frá þýskum og frönskum bönkum, er of samofið í grunninn til að geta þolað slíkt áfall.

 • Þá myndu dómsdagsspár með öllu rætast, endirinn á evrópska ævintýrinu, með nær fullvissu um smit, og fjárhagslegar, efnahagslegar, og félagslegar lægðir myndi breiðast út um alla Evrópu. Og að lokum myndi ,,hver er sjálfum sér næstur” viðhorfið sökkva Evrópusambandinu. Ég trúi ekki á þessa hörmungarmynd.

  Við verðum að hætta að gera evruna að blóraböggli. Evran er nú hluti af acquis (is. gerðir ESB)– staðreynd lífsins – og uppspretta styrks. Við verðum að takast á við raunverulegar orsakir kreppunnar.

 

B. Vegna þess að núverandi vandamál stafa af því að aðildarríkjunum hefur mistekist að halda sig við efnahagslegar og fjárhagslegar skuldbindingar sínar.

 

 • Aðildarríkin sem stofnuðu til sameiginlega gjaldmiðilsins, gáfu yfirráð sín í peningamálum yfir til einnar stofnunar, Seðlabanka Evrópu, en héldu eftir valdi sínu yfir efnahagsmálum og fjárlagagerð. Því var nauðsynlegt að tryggja það að efnahagsstefnur einstakra ríkja færu ekki í bága eða á víxl við hvor aðra, sem aftur hefði gert það ómögulegt að deila sama gjaldmiðli. Þess vegna, þegar evrunni var komið á fót, komu Evrópuþjóðirnar á fót mjög nákvæmum aðferðum og tækjum til að fylgjast með efnahags- og fjármálastefnum aðildarríkja evrusvæðisins. Eitt af meginmarkmiðunum með þessu var að koma í veg fyrir og lagfæra stórfelldar opinberar skuldir.

 

 • Rót vandands hefur verið sú að ríkisstjórnir hafa ekki virt skuldbindingar sínar frá árinu 2000, og hafa sagt að ,,halli dagsins í dag er vöxtur morgundagsins”. Stórhættuleg mistök. Við höfum séð afleiðingarnar. Stórfelldir fjárlagahallar allt frá árinu 2008 sem fara langt fram úr 3% hámarkinu af vergri landframleiðslu, sem er þó hátt, og var að meðaltali 6.4% í löndum ESB árið 2010.  Vandamálið er að vaxandi skuldir vekja neikvæðar væntingar af hálfu fulltrúa fjármálamarkaðarins. Atvinnulífið seinkar fjárfestingum, neytendur auka sparnað í varúðarskyni og hamla því vexti. Skattatekjur lækka, klafi ríkisskulda þyngist, og stjórnvöld hafa minna svigrúm. Þetta er sá vítahringur sem nú er við lýði, sem skapar ekki rúm fyrir neitt nema óvissu, sem aftur ýtir undir spákaupmennsku. Og þegar spákaupmennska var útilokuð af gjaldeyrismörkuðum, og gat þar af leiðandi ekki lengur spilað einum gjaldmiðli gegn öðrum, færðu spákaupmenn sig yfir á skuldabréfamarkaðina. Þegar skuldir ríkissjóðs vaxa og þarfnast fjármögnunar, umbreytast vextir í fóður fyrir braskara. Þegar þjóðir geta ekki lengur borgað skuldir sínar, vegna þess öngstrætis sem opinberar fjárfestingar þeirra eru komnar í, eru vextir líklegir til að rjúka upp úr öllu valdi.

 

 • Spurningin í dag er ekki hvort evran muni hverfa: Svarið er NEI. Né heldur hvort Grikkland eða eitthvað annað land muni fara úr evrusamstarfinu. Aftur er svarið NEI. Nýlegar ákvarðanir Seðlabanka Evrópu hafa sýnt einurð og hæfileika hans til að nýta krafta sína til að bjarga evru kerfinu. Samstaða Evrópu hefur ávallt sýnt sig þegar hennar er þörf. En spurningin er hvort Evrópa geti komist yfir núverandi kreppu og náð að hjúkra efnahagskerfinu svo það nái góðri heilsu á nýjan leik.

 

III. Hvert er útlitið fyrir Evrópu og evruna?

 

Í þessu er hægt að segja margt, og leggja margt til. Til að ljúka þessum fyrirlestri vildi ég aðeins fá að leggja áherslu á þá brýnu nauðsyn sem felst í því að koma á fót nýrri evrópskri efnahagsstjórn.

 

Þetta nýja stjórnskipulag ætti að byggja á fjórum brjóstvits athugasemdum:

 

ü  Evran hefur vaxið svo mjög og er komin í svo mikilvæga stöðu að Evrópubúar verða að stýra henni á ábyrgan hátt, í þágu hins alþjóðlega efnahags-, fjármála- og peningakerfis.

ü  Það er forgangsatriði að draga úr halla og skuldum ríkissjóða. Að ná fjárfestum aftur og skapa traust meðal neytenda – og þar með endurkomugrundvöll fyrir vöxt og atvinnusköpun – veltur á því.

ü  Samkeppnisbilið milli hagkerfa evrusvæðisins er eitthvað sem taka þarf á, fylgjast með og lagfæra þar sem nauðsyn krefur.

ü  Bankakerfi evrusvæðisins varðar alla. Það má ekki vera undir afmörkuðu eftirliti og lúta stjórn einstakra evruríkja.

 

Nýr samningur um fjármálastöðugleika hefur verið undirritaður og um þessar mundir er unnið að fullgildingu hans. Hann táknar enn eitt skrefið í átt að auknu efnahagslegu samstarfi innan evrusvæðisins. Evrópsk samstaða er að færast nær sameiningu skulda (e. debt mutualisation) í gegnum Björgunarsjóð Evrópu (e. European Financial Stability Facility, EFSF). Þetta verður ennfremur styrkt af Stöðugleikasjóði Evrópu (e. European Stability Mechanism, ESM) sem kemur í stað Björgunarsjóðsins (EFSF) en þýski stjórnskipunardómstóll í Karlsruhe gaf nýlega grænt ljós á það.

 

Að koma á bankasambandi með ströngu eftirliti er það sem við megum búast við á næstu mánuðum.

 

Hlutirnir eru því að þróast í rétta átt. Enn er margt ógert, sérstaklega ef litið er til samþættingar á uppbyggingarstefnum til að bæta slaka samkeppnishæfni evrópsks efnahags. Persónulega tel ég það verða nauðsynlegt á einhverjum tímapunkti að taka annað skref í átt til samruna evrusvæðisins með stofnanavæðingu allra ákvarðanatökuferla. Það mun kalla á annan „evru-sáttmála“.

 

Við eigum ennþá svolítið í land. Samt sem áður, þrátt fyrir að ástandið sé enn viðkvæmt og óstöðugt, hafa þjóðir Evrópu áður gengið í gegnum erfiðleika og í hvert sinn hafa þær tekist á við vandamálin með meiri samruna, meiri samstöðu og meiri Evrópu.

 

Við skulum vona að framtíðin vindi ekki ofan af þessum evrópsku lögum. Afkoma okkar og framþróun byggja á þeim.

 

Ég þakka áheyrnina.