Michelin stjörnukokkur i Reykjavík 4. október

 Fransk- íslenska viðskiptaráðið stendur fyrir  hátíðarkvöldverði þann 4. október í Perlunni til að fagna fallegu hausti, efla tengslin og njóta góðra veitinga.
 
Heiðursgestur kvöldsins verður Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sem mun fjalla um nýtt fjárlagafrumvarp , stefnu ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum og fyrirhugaðar aðgerðir. 

Auk ráðherra flytja Marc Bouteiller sendiherra Frakka á Íslandi og Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra Íslands í Frakklandi ávörp.
 
Fyrir margrétta kvöldverð með fordrykk greiðir þú aðeins kr  9.900.-. Sérvalið vín með matnum kostar kr 2000.-     
Hvert borð tekur 6 gesti í sæti,en hægt er að panta borð fyrir einn og allt upp í 100!

Franski Michelinstjörnu kokkurinn Philippe Girardon kemur sérstaklega til landsins til að elda fyrir gesti á hátíðarkvöldverði Fransk-íslenska viðskiptaráðsins. Mikið verður lagt í matinn og hráefnið.

í stuttu máli:

FRÍS- Hátíðarkvöldverður í Perlunni

Dagsetning : föstudagurinn 4. október 2013
Staðsetning: Veitingastaðurin Perlan
Fordrykkur hefst kl 18.30
Verð á mann kr 9.900.-
Sérvalið vín með matnum, á mann kr 2000.-


 
Vinsamlegast pantið hér

 

MENU

 

Crémant d´Alsace

 

Saint-Jacques blanches poêlées et vitelottes au beurre salé,

Velouté de pommes boulangères et chlorophylle de persil.

Steikt Hörpuskel með bláum kartöfluflani og  steinselju-mauki.

Pinot Gris La Metzig Kientz Alsace

 

Dos de Cabillaud en croûte d’herbes Islandaises,

Racines et champignons d’automne, fumet embeurré au citron vert.

þorskhnakki með kryddjurtarhjúp, sveppum og Lime smjörsósu.

Rully Téte de Cuvée  Francois d´Allaines Bourgogne 

 

Fromages de France

Rigotte de Condrieu, Conté, Saint Marcellin

Ostar frá Frakklandi

Rigotte de Condrieu, Conté, Saint Marcellin

Condrieu M Chapoutier Rhone 

 

Stradivarius chocolats grands crus Valrhona,

Noix torréfiées de Grenoble, Crème glacée chocolat-menthe.

Stradivarius Valrhona súkkulaði kaka með ristaðum hnetu og súkkulaði myntu ís.

Rancio Sec du Roussillon Pujol Roussillon