Hátíð franskra daga í Smáralind

Fransk-Íslenska Viðskiptaráðið skipulagði í fyrsta sinn hátíð Franskra Daga í Smáralind helgina 1. til 3. Nóvember 2013. Hátíðina opnuðu þau Björk Þórarinsdóttir, varaformaður fransk-íslenska viðskiptaráðsins FRÍS á Íslandi, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, og Marc Bouteiller, sendiherra Frakklands á Íslandi.

Gestir hátíðarinnar fengu að njóta kynningar á ólíkum frönskum varningi í boði innflutningsfyrirtækja, og margir viðburðir áttu sér stað :

- vínsmökkun frá Bakkus og Vínekrunni, sem þótti nokkuð óvanalegur viðburður í verslunarmiðstöð og dró að sér allt að þúsund manns í heildina

- matvæli og förðunarvörur hjá Hagkaup

- tískusýning á DIM sokkabuxum frá Actacor

- sýning á nýjustu eintökum Citroën og Peugeot á vegum Bernhard bílainnflytjenda sem og nýjustu útgáfu Renault frá BL

- ferðamálabás helgarinnar, sem var styrkur af Atout France, var í umsjón stjórnmála- og efnahagsfulltrúa franska sendiráðsins, Elodie Guenzi, en hún veitti upplýsingar um ýmsa áfangastaði og ólík ferðaþemu í Frakklandi s.s. Eurodisney-garðinn, skíðaferðir, heimsóknir á vínekrur ásamt því að kynna sérstaklega Frakklandsferðir undir leiðsögn Sigríðar Gunnarsdóttur þar sem ferðamennska og kynnisferðir á franskri matargerðarlist eru á boðstólum

- Alliance Française í Reykjavík stóð fyrir teiknisamkeppni barna þar sem Eiffel-turninn var meginþema og voru fyrstu verðlaun aðgöngumiðar í Eurodisney garðinn

- hljómsveitin Belleville skapaði franska stemningu með harmonikkuleik í musette-stíl sem var að miklum hluta frumsaminn

Að lokum má nefna gott gengi tombólu hátíðarinnar en fjölmargir freistuðu gæfunnar í von um að vinna flugmiða með Icelandair til Parísar, innanlandsflug í Frakklandi með Air-France, aðgöngumiða í Eurodisney garðinn og veglega gjafakörfu frá L´Oréal.

Franskir Dagar báru árangur og Fransk-Íslenska Viðskiptaráðið mun ítreka hátíðina í 2014.