Aðalfundur FRIS 2014: Tveir nýir í stjórn ráðsins

Aðalfundur ráðsins í ár var haldinn í Paris þann 28. apríl. Sendiherrabústaður íslenska sendiherrans í Paris, Berglindar Ásgeirsdóttur, var vel setinn tæplega 40 gestum, sem hlýddu meðal annars á ávarp ráðherra Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar og viðskiptaráðherra.  Í ávarpi sínu lagði hún áherslu á gríðarleg tækifæri beggja landa að efla viðskiptin á hefðbundnum sviðum sjávarútvegs en auk þess að tryggja samvinnu á sviði orku og nýsköpunar. Viðskiptasaga Frakklands og Íslands byggi á góðum grunni og tækifæri framtíðar í raun óþrjótandi.

Að viðstöddu fjölmenni var stjórn ráðsins endurkjörin. Tvær breytingar urðu þó á stjórn ráðsins Anna Birna Jónsdóttir and Anna Thrap-Olsen dróu sig báðar í hlé. Stjórn ráðsins þakkar þeim báðum vel unnin störf.  Í stjórn voru kjörnir Bjarni Breiðfjörð frá Luxoria og Micael Sallé, sem rekur fréttaveituna Chronique islandaise

Eftir venjuleg aðalfundarstörf fóru fulltrúar nokkurra íslenskra fyrirtækja sem starfa í Frakklandi  yfir starfsemi sinna fyrirtækja, um tækifærin og möguleika til framþróunar. Þeir sem fluttu erindi voru Bjarni Breiðfjörð frá Luxoria, Sveinn Guðmundsson Norpro, Ari Allansson , Air´Islande, Helgi Már Björgvinsson, Icelandair.

Hér má finna skýrslu stjórnar : Skýrsla Stjórnar

Hér má sjá myndir frá fundinum:  FRÍS AG 2014

Stjórn ráðsins skipa:

BALDVIN BJÖRN HARALDSSON – FORMAÐUR

Á ÍSLANDI:

BJÖRK ÞÓRARINSDÓTTIR – VARAFORMAÐUR ÍSLAND
BRYNJÓLFUR HELGASON
DOMINQUE PLEDEL JÓNSSON
HELGI MÁR BJÖRGVINSSON
MAGNÚS ÁRNI SKÚLASON

VARAMENN:
UNNUR O. RAMETTE
STÉPHANE AUBERGY

Á FRAKKLANDI:

BRYNDÍS PHILIBERT – VARAFORMAÐUR FRAKKLAND
ALBAN SCHULTZ

BJARNI BREIÐFJÖRÐ

FRANCOIS THIERRY-MIEG
PATRICE OLOFSSON
RAGNAR HJARTARSON

VARAMENN: 
MICHEL SALLÉ
FRÉDÉRIC GIRARD