Hádegisverðarfundur á Nauthól 21.júlí: Situation and prospects for France

Hádegsverðarfundur með Lionel Tardy, þingmanni á franska þinginu (Assemblée nationale) og núverandi formanni Íslandsvinafélags franska þingsins,  verður haldinn á veitingastaðnum Nauthóli mánudaginn 21 .júlí.

Á fundinum mun Lionel Tardy  fjalla um stöðuna í frönskum stjórnmálum og þau viðfangsefni sem við blasa, m.a. á sviði efnahagsmála en einnig um tengsl Íslands og Frakklands.

Ávörp:
Baldvin Björn Haraldsson, formaður Fransk-íslenska viðskiptaráðsins

Marc Bouteiller, sendiherra Frakklands á Íslandi

Verð :kr 3500.- innifalinn hádegsverður
Fundarmál: enska

Vinsamlegast skráðu þig hér

Um Lionel Tardy

Lionel Tardy  var fyrst kjörinn á franska þingið árið 2007 fyrir Union pour un mouvement populaire (UPM) og endurkjörin árið 2012. UPM er annar af meginflokkum franskra stjórnmála og fyrir honum fer Nicolas Sarkozy, fyrrrverandi forseti Frakklands. 

Síðst liðin tvö ár hefur Lionel Tardy gengt formennsku í Íslandsvinafélagi franska þingsins og á þeim vetttangi unnið ötullega að eflingu samskipta Íslands og Frakklands. 

Tardy  á einnig sæti í Efnahagsnefnd franska þingsins (Commission des affaires économiques), hann rak hugbúnaðarfyrirtæki áður en hann var kjörinn á þing og hefur umtalsverða reynslu úr frönsku atvinnu- og efnhagslífi. 

Lionel Tardy er fjölskyldumaður og á fimm börn.