Beaujolais Nuveau fær góða einkunn sérfræðinga í ár

Fimmtudaginn 20. nóvember hóst kynning og sala á nýja Beaujolais víninu á Íslandi sem og annars staðar í heiminum. Hefðin er aú, að þriðja fimmtudag nóvembermánaðar fari fram fyrsta kynning.  Félagar ráðsins og vinir mættu  í árlegt hóf, sem haldið var í húskynnum lögmannsstofunnar BBA við Höfðatorg.

Sendiherra Frakka á Íslandi, Philippe O'Quin, ávarpaði gesti og fór yfir viðskipti milli landanna  og þá sérstaklega í tilefni dagsins  mikla sölu franskra vína hérlendis.

Stéphane Aubergy fór nokkrum orðum um Beaujolais nouveau vínið og aðferðirnar við framleiðslu þess sem eru orðnar náttúruvænni. Hann fann fjölbreytilega lykt og bragð af víninu sem aðrir dauðlegir finna ekki, nema þeim sé sagt hvaða lykt á að finna!
 
Leynigestur kvöldsins kom verulega á óvart, en það var jólabjór frá Elsass sem í fyrsta sinn er í boði í verslunum ÁTVR. 

  

Myndir hér