Forsætisráðherra heiðursgestur hátíðarkvöldverðar 16. janúar 2015- Skráning hafin!

Fransk- íslenska viðskiptaráðið stendur fyrir  hátíðarkvöldverði til að fagna nyju ári, efla tengslin og njóta góðra veitinga á Hilton Nordica VOX.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra,  heiðursgestur kvöldsins mun ávarpa gesti. 

Það styttist í árlegan hátíðarkvöldverð Fransk-íslenska viðskiptaráðsins, þann 16. janúar 2015
Fransk- íslenska viðskiptaráðið stendur fyrir  hátíðarkvöldverði til að fagna nyju ári, efla tengslin og njóta góðra veitinga á Hilton Nordica VOX.

Fyrir margrétta matseðill með sérvöldu víni frá Elsass greiðir þú aðeins kr  15.900.-  á manninn.

Hvert borð tekur 10 gesti en hægt er að panta fyrir einn og allt upp í 100!
Kjörið tækifæri til að kynnast því besta í franskri matargerð og vínframleiðslu í hópi góðra víðskipavina/ samstarfsfólks.

Kokkurinn
Christophe Girerd er þekktur kokkur sem  hefur átt farsælan feril á fjölmörgum Michelin veitingastöðum, auk þess að hafa farið viða um heim sem gestakokkur. Hann rekur veitingastað í Noregi en opnar nú eigin veitingastað í Mulhouse í Suður-Alsace í vor. Hann hefur undanfarið verið við kennslu í Hótel og Matreiðsluskólanum í Thann, rétt hjá Mulhouse, þar sem hann býr.

Skráið ykkur sem fyrst hér