Skráning á hátíđarkvöldverđ ráđsins hafin

Árlegur hátíðarkvöldverður Fransk-íslenska viðskiptaráðsins verður haldinn þann 16. Janúar 2015 á Hilton Nordica Vox og hefst klukkan 19.00 með vínkynningu á úrvalsvínum frá Elsass-héraði í Frakklandi. Í kjölfarið fylgir margrétta kvöldverður matreiddur af Christophe Girerd, Michelinkokki, sem hingað kemur sérstaklega af þessu tilefni.

Heiðursgestur kvöldsins verður
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.

 

 

 

Vínkynning

Glæsileg vín frá héraðinu Elsass verða kynnt gestum og hefst kynningin kl 19.00 í VOX Club Gengið er gengið inn að framanverðu, vestanmegin við aðalinngang

Smáa letrið

Hvar : Hilton Nordica.
Hvenær: Föstudaginn 16. janúar .
Vínkynning hefst kl 19.00 og stendur til kl 20.00.
Kvöldverður hefst kl 20.00.

Verð fyrir vínkynningu og hátíðarkvöldverð með víni kr. 15.900.-

Skráning hér

Matseðilinn má finna hér