Afhending trúnaðarbréfs í Elysée-höll

 

Afhending trúnaðarbréfs í Elysée-höll

Kristján Andri Stefánsson sendiherra afhenti François Hollande Frakklandsforseta trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Frakklandi við hátíðlega athöfn í Elysée-höll í gær. 


Á fundi sendiherrans með forsetanum minntist hann heimsóknar sinnar til Íslands í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar í París á fyrra ári, árangursins sem þar náðist og gildistöku Parísarsamningsins í síðustu viku. Sendiherrann tók undir það og lýsti ánægju með þá athygli sem Frakkar beina að hlýnun hafsins á loftslagsráðstefnunni sem nú stendur yfir í Marrakech. Það sé ríkjum á norðurslóðum áhyggjuefni, ekki síst þeim sem byggja afkomu sína auðlindum hafsins, eins og Íslandi. Á fundinum var þess einnig minnst að bæði ríkin hafa markað sér stefnu í norðurslóðamálum og hafa átt gott samstarf á því sviði.

 

Myndir: © Présidence de la République – L.Blevennec

 

Hér má nálgast myndir og frekari fréttir:  

http://www.iceland.is/iceland-abroad/fr/islenska/frettir-og-tilkynningar/afhending-trunadarbrefs-i-elysee-holl/13333/

https://www.facebook.com/ambassadedislande