Um okkur.

Fransk-íslenska viðskiptaráðið (FRÍS) var stofnað árið 1990. Markmið ráðsins er að stuðla að og efla viðskiptatengsl Íslands og Frakklands með viðeigandi hætti, sem geta treyst og eflt viðskipti milli þjóðanna, með upplýsingaöflun, ráðgjöf til aðila sem vilja stunda viðskipti milli Íslands og Frakklands, ráðstefnum og öðru því sem fallið er til að auka viðskiptatengsl milli landanna. Ráðið hefur eftir atvikum samstarf við aðra aðila en sérstaklega við Viðskiptaráð Íslands, Viðskiptaráðið í París og Samtök franskra millilandaviðskiptaráða (UCCIFE).

Stjórn ráðsins.

Stjórn ráðsins skal skipa 12 manns, sem kosnir eru á aðalfundi til tveggja ára í senn. 6 stjórnarmenn skulu hafa aðsetur í Frakklandi og skulu stýra starfsemi ráðsins í Frakklandi, 6 stjórnarmenn skulu hafa aðsetur á Íslandi og skulu stýra starfsemi ráðsins á Íslandi. Aðalfundur skal kjósa einn varaformann ráðsins í Frakklandi, af þeim stjórnarmönnum sem þar hafa aðsetur. Aðalfundur skal einnig kjósa einn varaformann ráðsins á Íslandi, af þeim stjórnarmönnum sem þar hafa aðsetur. Formaður ráðsins skal kjörinn sérstaklega af aðalfundi.

Formaður:

Berglind Guðmundsdóttir, Alvotech

Stjórnarmeðlimir á Íslandi:

Brynjólfur Helgason, Casimircreation ehf.

Celine Mathey, Samherji

Gunnar Haraldsson, Intellecon

Helgi Már Björgvinsson, Icelandair

Hjalti Pálsson, Kerecis

Kristín Hulda Sverrisdóttir, Aztiq

Magnús Árni Skúlason, Reykjavík Economics

Stjórnarmeðlimir í Frakklandi:

Patrick Sigurðsson, varaformaður, Auguste Real Estate -

Arnaldur Haukur Ólafsson, Viðskiptaráðgjafi

Erik Biard, Island Tours

Guðrún Bjarnadóttir, Fasteignasali, eXp Global France

Hjördís Birna Hjartardóttir, Intern. Court of Arbitration.

Jacques Cardaillac, Administrateur